Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík

Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað á fullveldisdaginn, 1. desember 2013. Tilgangur félagsins er að efla tengsl fyrrum nemenda skólans og þeirra sem bera hag hans fyrir brjósti og styðja við uppbyggingu skólans.  Formaður stjórnar félagsins er Benedikt Jóhannesson.  Allir sem hafa útskrifast frá MR geta orðið félagar í Hollvinafélaginu óski þeir þess og geta aðrir sótt um inngöngu til stjórnar.

Tilgangur félagsins er að styrkja og styðja starf skólans og veita fjármunum til skólans til heilla þeim verkefnum sem stjórnin telur geta bætt og eflt skólastarf. Félagið hefur m.a. keypt tölvur í tölvustofur, húsgögn í Íþöku og nýja kennsluaðstöðu skólans í Austurstræti, æfingatæki í kjallara íþróttahússins, styrkt tölvukaup kennara, styrkt afburðanemendur auk fjölmargra annarra verkefna.

Nánari upplýsingar veitir Benedikt Jóhannesson í netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 Aðalbygging Menntaskólans í Reykjavík

Aðalfundur Hollvinafélags MR var haldinn 4. júní 2024

Aðalfundur Hollvinafélagasins var haldinn þriðjudaginn 4. júní 2024. Á fundinum voru venjuleg aðalfundarstörf og stjórn kjörin. Stjórnina skipa að loknu kjöri Benedikt Jóhannesson formaður og meðstjórnendur eru Bogi Ágústsson, Brynjólfur Jónsson, Halldór Kristjánsson, Kristín Heimisdóttir, Kristrún Heimisdóttir, María Stefánsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir og Yngvi Pétursson.  Skoðunarmenn eru: Björn Jón Bragason, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. Laufey Gunnarsdóttir gengur úr stjórn en hún sat í stjórn Hollvinafélagsins frá upphafi. Er henni þökkuð margvísleg störf fyrir félagið.

Dagskrá fundarins og fundarboð má lesa með því að smella hér. Reikningar félagsins eru hér, eftir fundinn.

Eftirtalin voru kosnir til stjórnar:
Benedikt Jóhannesson
Bogi Ágústsson
Brynjólfur Jónsson
Halldór Kristjánsson
Kristín Heimisdóttir
Kristrún Heimisdóttir
María Stefánsdóttir
Svana Helen Björnsdóttir
Yngvi Pétursson

Sjöunda söfnunarátak Hollvinafélagsins hófst í desember 2023

Hollvinafélagið stendur nú fyrir sínu sjöunda söfnunarátaki og er megináherslan á að safna fé til að styðja við útgáfu nýs bindis af sögu skólans sem ætlað er að verði tilbúið um áramótin 2025/2026. Þá verður ekki dregið úr stuðningi við önnur verkefni sem upp kunna að koma á næstunni. Þakkar stjórnin þeim sem leggja söfnuninni lið, en sá stuðningur sker úr um hvernig til tekst.

Aðalfundur Hollvinafélags MR verður haldinn 5. júní 2023

Aðalfundur Hollvinafélagasins var haldinn mánudaginn 5. júní 2023. Á fundinum voru venjuleg aðalfundarstörf og stjórn kjörin. Stjórnina skipa nú Benedikt Jóhannesson formaður og meðstjórnendur eru Bogi Ágústsson, Brynjólfur Jónsson, Halldór Kristjánsson, Kristín Heimisdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Laufey Gunnarsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir og Yngvi Pétursson.  Skoðunarmenn eru: Árni Indriðason, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. Ólafur Stephensen gekk úr stjórn og Halldór Kristjánsson óskaði eftir því að Benedikt Jóhannesson yrði kjörinn formaður í hans stað. Var honum þakkað mikið og gott starf fyrir félagið á liðum árum.

Dagskrá fundarins og fundarboð má lesa (og prenta) með því að smella hér. Reikningar félagsins verða birtir fyrir fundinn.

Sjötta söfnunarátak Hollvinafélags MR hófst í janúar 2023

Hollvinafélag skólans stendur nú fyrir sínu sjötta söfnunarátaki. Leitað er stuðnings fyrrum nemenda skólans við þetta söfnunarátak eins og gert hefur verið í fyrri söfnunum.
Áður hefur verið staðið fyrir fimm átökum af sama toga þar sem aflað var fjár til stuðnings skólanum við ýmis tækjakaup, húsbúnaðarkaup, verðlauna til afburðarnemenda sem og að styðja ýmis verkefni nemenda sem horfa til heilla og þroska.
Þeim 5,7 milljónum sem söfnuðust í fimmta átakinu hefur verið ráðstafað til kaupa á húsgögnum og búnaði í kaffistofu og setustofu í nýju húsnæði skólans í Austurstræti, kaupa á hjartastuðtækjum fyrir skólann og ráðstafað til búnaðar í Selið.
Það sem er afgangs af fimmtu söfnuninn, ásamt því sem safnast í sjötta söfnunarátakinu, verður meðal annars varið til endurnýjunar á tölvubúnaði í kennslustofum skólans.
Ræktarsemi fyrrum útskrifaðra nemenda við MR er einstök og stjórn Hollvinafélagsins þakkar af heilum hug stuðninginn til þessa og í framtíðinni.

Aðalfundur Hollvinafélags MR var haldinn 7. júní 2022

Aðalfundur Hollvinafélags MR var haldinn þriðjudaginn 7. júní á Sal Menntaskólans kl. 17:00. Á fundinum voruvenjuleg aðalfundarstörf og stjórn kjörin. Á fundinum var ný stjórn kostin og skipa hana Halldór Kristjánsson formaður og meðstjórnendur eru Bogi Ágústsson, Brynjólfur Jónsson, Kristín Heimisdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Laufey Gunnarsdóttir, Ólafur Stephensen, Svana Helen Björnsdóttir og Yngvi Pétursson.  Skoðunarmenn eru: Árni Indriðason, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson.

Dagskrá fundarins og fundarboð má lesa (og prenta) með því að smella hér. Reikningar félagsins verða sendir þeim sem þess óska.

Nýtt söfnunarátak hafið 2. nóvember 2021

Hollvinafélag skólans stendur nú fyrir sínu fimmta söfnunarátaki. Áður hefur verið staðið fyrir fjórum átökum af sama toga þar sem aflað er fjár til stuðnings skólanum við ýmis tækjakaup sem og að styðja ýmis verkefni nemenda sem horfa til heilla og þroska.
Stuðningur félagsins við skólann hefur verið með margskonar hætti, t.d. tækjakaup, tölvur í tölvuver, styrkir til afburðarnemenda, endurnýjun netþjóna og þráðlaust kerfi í skólann, líkamsræktartæki, kaup á fartölvum fyrir fastráðna kennara, tæki til eðlisfræðikennslu, húsbúnaður á Íþökulofti og margt fleira. Í allt hafa safnast 20 milljónir króna til þessa.
Leitað er stuðnings fyrrum nemenda skólans við þetta söfnunarátak eins og gert hefur verið í fyrri söfnunum.
Ræktarsemi fyrrum útskrifaðra nemenda við MR er einstök og stjórn Hollvinafélagsins þakkar af heilum hug stuðninginn til þessa og í framtíðinni.
 

Aðalfundur Hollvinafélags MR verður haldinn 1. júní 2021

Aðalfundur Hollvinafélags MR verður haldinn þriðjudaginn 1. júní á Sal Menntaskólans kl. 17:00. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf og stjórn kjörin. Stjórnina skipa nú Halldór Kristjánsson formaður og meðstjórnendur eru Brynjólfur Jónsson, Kristín Heimisdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Laufey Gunnarsdóttir, Ólafur Stephensen, Ólafur Þorsteinsson, Svana Helen Björnsdóttir og Yngvi Pétursson.  Skoðunarmenn eru: Árni Indriðason, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson.

Dagskrá fundarins og fundarboð má lesa (og prenta) með því að smella hér. Reikningar félagsins verða birtir fyrir fundinn.

Aðalfundur Hollvinafélags MR var haldinn 3. júní 2020

Aðalfundur Hollvinafélags MR var haldinn á Sal Menntaskólans í Reykjavík, miðvikudaginn 3. júní kl. 17:00. Á fundinum voru venjuleg aðalfundarstörf og stjórn kjörin. Á fundinum var stjórin endurkjörin og hana skipa nú Halldór Kristjánsson, Brynjólfur Jónsson, Kristín Heimisdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Laufey Gunnarsdóttir, Ólafur Stephensen, Ólafur Þorsteinsson, Svana Helen Björnsdóttir og Yngvi Pétursson.  Skoðunarmenn eru: Árni Indriðason, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson.

Dagskrá fundarins og fundarboð má lesa (og prenta) með því að smella hér. Reikningar félagsins verða birtir fljótlega.

Stærðfræðideild MR 100 ára - opið hús 5. október 2019

Klukkan 10-12 gefst gestum og gangandi tækifæri til að ræða við stærðfræðikennara skólans. Ýmsar kennslubækur í stærðfræði frá síðustu 100 árum verða til sýnist og svo geta gestir spreytt sig á stærðfræðiþrautum. Heitt kaffi á könnunni.
Klukkan 13-17 verða síðan ýmsir áhugaverðir fyrirlestrar.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
  • Svanhildur Kaaber - „Vaskur Dan i talnabraski"
  • Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur - Stærðfræðin opnar dyr
  • Dr. Ari Kristinn Jónsson - Gervigreind, tæknibylting og stærðfræði
  • Einar Guðfinnson - h)-liður á heimadæmum nr. 4 í 6.X
  • Hlé - Kaffiveitingar
  • Dr. Sigurður Freyr Hafstein - Hreyfikerfi
  • Dr. Henning Arnór Úlfarsson – Á söguslóðum fléttufræði

Aðalfundur Hollvinafélags MR verður haldinn 25. maí 2019

Aðalfundur Hollvinafélags MR verður haldinn föstudaginn 25. maí á Sal Menntaskólans kl. 11:00. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf og stjórn kjörin. Stjórnina skipa nú Halldór Kristjánsson formaður og meðstjórnendur eru Brynjólfur Jónsson, Kristín Heimisdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Laufey Gunnarsdóttir, Ólafur Stephensen, Ólafur Þorsteinsson, Svana Helen Björnsdóttir og Yngvi Pétursson.  Skoðunarmenn eru: Árni Indriðason, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson.

Dagskrá fundarins og fundarboð má lesa (og prenta) með því að smella hér. Reikninga félagsins má skoða með því að smella hér.

Þriðja söfnunarátak Hollvinafélagsins hafið

Hollvinafélagið efnir nú í þriðja sinn til söfnunarátaks frá árinu 2013 og leitar eftir stuðningi félagsmanna sinna til að endurnýja tölvubúnað fyrir kennara og stjórnsýslu skólans. Við það er miðað, að Hollvinafélag skólans komi að þessari fjármögnun að miklu leyti í þessu þriðja söfnunarátaki sínu. Send verður valgreiðsla að upphæð 3.900 kr. í heimabanka til allra útskrifaðra nemenda frá árinu 1951 til og með 2017, alls 10.544 stúdenta. Fyrri safnanir fóru fram á árinu 2015 annars vegar og hins vegar á árunum 2016 til 2017.

Hlutverk Hollvinafélagsins er sem fyrr að vera skólastjórnendum MR til ráðuneytis um hin ýmsu mál og sem höfuðmarkmið að afla fjár til styrktar ýmsum verkefnum skólans svo sem öflun fullkomins tölvu- og tækjabúnaðar af bestu gerð á hverjum tíma. Alls hafa verið, frá stofnun Hollvinafélagsins, 1.desember 2013, veittir styrkir/gjafir til skólans að upphæð 12,1 m.kr.

Áður veittar gjafir eru: tölvur í tölvuver I í ágúst 2015, styrkur í ferðasjóð nemenda MR í desember 2015, tölvur í tölvuver II í ágúst 2016, verðlaun til afburðanemenda og endurnýjun netþjóna innranets skólans ásamt þráðlausu nemendaneti við skólaslit 2017 og uppfærð líkamsræktartæki í tækjasal á skólalóð í desember 2017.

Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt í þessu átaki Hollvinafélagsins okkar. Bréf stjórnar um söfnun Hollvinafélagsins má lesa með því að smella hér.

Aðalfundur Hollvinafélags MR var haldinn 25. maí 2018

Aðalfundur Hollvinafélags MR var haldinn föstudaginn 25. maí á Sal Menntaskólans kl. 16:00. Á fundinum voru venjuleg aðalfundarstörf og stjórn kjörin. Stjórnina skipa nú Halldór Kristjánsson formaður og meðstjórnendur eru Brynjólfur Jónsson, Kristín Heimisdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Laufey Gunnarsdóttir, Ólafur Stephensen, Ólafur Þorsteinsson, Svana Helen Björnsdóttir og Yngvi Pétursson.  Skoðunarmenn voru kosnir: Árni Indriðason, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. Á fundinum var samþykkt sú breyting á samþykktum félagsins að formaður er ekki lengur kosinn sérstaklega heldur kýs stjórn hann úr sínum hópi.

Ávarp formanns á aðalfundi. Reikningar félagsins fyrir starfsárið 2017. Upplýsingar um safnanir félagsins.

Aðalfundur Hollvinafélags MR verður haldinn 25. maí 2018

Aðalfundur Hollvinafélags MR verður haldinn föstudaginn 25. maí á Sal Menntaskólans kl. 16:00. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf og stjórn kjörin. Stjórnina skipa nú Halldór Kristjánsson formaður og meðstjórnendur eru Brynjólfur Jónsson, Kristín Heimisdóttir, Laufey Gunnarsdóttir, Ólafur Stephensen, Ólafur Þorsteinsson og Svana Helen Björnsdóttir.  Skoðunarmenn eru: Árni Indriðason, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson.

Dagskrá fundarins og fundarboð má lesa (og prenta) með því að smella hér. Reikninga félagsins má skoða hér.

Aðalfundur Hollvinafélags MR haldinn 27. maí 2017

Aðalfundur Hollvinafélags MR var haldinn laugardaginn 27. maí á Sal Menntaskólans og hófst kl. 13:00. Á fundinum voru venjuleg aðalfundarstörf og stjórn kjörin. Stjórnina skipa nú Hrafnkell Hringur Helgason, formaður og meðstjórnendur eru Brynjólfur Jónsson, Halldór Kristjánsson, Kristín Heimisdóttir, Laufey Gunnarsdóttir, Ólafur Stephensen, Ólafur Þorsteinsson og Svana Helen Björnsdóttir.  Skoðunarmenn voru kjörnir Árni Indriðason og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. Voru þau öll sjálfkjörin. Fyrir fundinn hafði Benedikt Jóhannesson dregið framboð sitt til baka, svo og Þorsteinn Víglundsson.

Dagskrá fundarins og fundarboð má lesa (og prenta) með því að smella hér. Reikninga félagsins árið 2016 má skoða hér.

Aðalfundur Hollvinafélags MR verður haldinn 27. maí 2017

Aðalfundur Hollvinafélags MR var haldinn laugardaginn 27 maí á Sal Menntaskólans kl. 13:00. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf og stjórn kjörin. Stjórnina skipa nú Benedikt Jóhannesson formaður og meðstjórnendur eru Brynjólfur Jónsson, Halldór Kristjánsson, Kristín Heimisdóttir, Laufey Gunnarsdóttir, Ólafur Stephensen, Ólafur Þorsteinsson, Svana Helen Björnsdóttir og Þorsteinn Víglundsson.  Skoðunarmenn eru: Árni Indriðason, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. Hrafnkell Hringur Helgason hefur sent inn framboð til formanns Hollvinafélags MR fyrir næsta skólaár og verður því kosið á milli hans og Benedikts Jóhannessonar sem gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Dagskrá fundarins og fundarboð má lesa (og prenta) með því að smella hér. Reikninga félagsins má skoða hér.

Aðalfundur Hollvinafélags MR haldinn 28. maí 2016

Aðalfundur Hollvinafélags MR var haldinn laugardaginn 28 maí á Sal Menntaskólans. Fundurinn var vel sóttur og var Benedikt Jóhannesson endurkjörinn formaður. Meðstjórnendur voru kosnir: Brynjólfur Jónsson, Halldór Kristjánsson, Kristín Heimisdóttir, Laufey Gunnarsdóttir, Ólafur Stephensen, Ólafur Þorsteinsson, Svana Helen Björnsdóttir og Þorsteinn Víglundsson.  Sem skoðunarmenn voru kosnir: Árni Indriðason, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson.

Dagskrá fundarins og fundarboð má lesa (og prenta) með því að smella hér. Reikningar félagsins verða birtir hér innan skamms.

Átak til 15. maí 2016 til að ljúka endurnýjun tölvubúnaðar - áskorun til fyrirtækja

Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík hefur hafið átak til að ljúka endurnýjun tölvubúnaðar í MR og er átakinu að þessu sinni beint að fyrirtækjum, þó að öllum sé að sjálfsögðu heimilt að leggja því lið. Átakið stendur til 15. maí næstkomandi og er markmiðið að safna 10 milljónum króna. Stjórn félagsins hefur skrifað bréf til fyrirtækja með öllum upplýsingum um þetta framtak félagsins og hvernig má styðja við það. Bréfið má lesa (og prenta) með því að smella hér.

Hollvinafélagið afhendir 1 Mkr., 1. desember 2015, til menningarferða nemenda

Að frumkvæði stjórnar Hollvinafélags Menntaskólans í Reykjavík var haldin hátíðleg athöfn á Hátíðasal 1. desember 2015. Tilefnið var afhending 1 Mkr gjafar til að gera nemendum kleift að sinna alþjóðlegu starfi skólans. Benedikt Jóhannesson formaður stjórnar félagsins flutti við þetta tilefni ávarp, kór MR söng og rektor, Yngvi Pétursson, flutti ávarp og þakkaði félaginu fyrir margvíslegan stuðning við skólastarfið. Nánar má lesa um þennan atburð hér.

Hollvinafélagið afhendir 3,5 Mkr., 29. maí 2015, til endurnýjunar tölvustofu

Undanfarna mánuði hefur Hollvinafélagið staðið fyrir fjársöfnun meðal allra fyrrverandi stúdenta frá skólanum sem skilaði þessum frábæra árangri að hægt var að endurnýja 30 tölvur í tölvustofunni. Var að vonum mikil ánægja með framtak Hollvinafélags MR eins og þetta bréf frá Yngva Péturssyni, rektor MR, ber með sér. Söfnunarféð afhenti Benedikt Jóhannesson, formaður Hollvinafélagsins, við skólaslit MR 29. maí 2015.