Print

Samþykktir fyrir Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík

  1. Grein: Nafn félagsins

Nafn félagsins er Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík, skammstafað HMR. – kt: 650214-0720. Félagið var stofnað í Reykjavík, 1. desember 2013. 

  1. Grein: Heimili og tilgangur

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. Tilgangur félagsins er:

  1. Grein: Starfsemi félagsins

Tilgangi sínum hyggst hollvinafélagið ná :

  1. Grein: Um aðild að félaginu

Allir stúdentar sem hafa útskrifast frá MR verða sjálfkrafa félagar í HMR, nema þeir óski annars. Aðrir geta sótt um inngöngu og skal inntaka þeirra staðfest af stjórn HMR.

  1. Grein: Félagaskrá og slit félagsins 

Félagsgjöld verða ekki innheimt í HMR. Haldin skal rafræn félagaskrá. Enginn félagsmaður á tilkall til hluta af sjóðum félagsins eða öðrum eignum þess, þó að hann hverfi úr félaginu eða félaginu verði slitið.

 

Félagið verður ekki leyst upp eða starfsemi þess hætt nema stjórn geri tillögu um það. Komi slík tillaga fram er stjórninni skylt að boða til slitafundar sem tekur afstöðu til tillögunnar. Til fundarins skal boða með minnst 14 daga fyrirvara með sama hætti og aðalfund félagsins. Við slit á félaginu skulu eignir þess renna til Menntaskólans í Reykjavík. Stjórn sú, er síðast var löglega kosin, skal sjá til þess að lagaákvæði þessu sé framfylgt og þeim samþykktum, er áðurgreindur slitafundur ákvað. 

  1. Grein: Starfstímabil

Starfstímabil félagsins er almanaksárið.

  1. Grein: Stjórn

Stjórn félagsins skal skipuð níu félagsmönnum, formanni og átta meðstjórnendum. Stjórn skal kosin á aðalfundi. Stjórnin kýs formann og varaformann og skiptir með sér verkum að öðru leyti á fyrsta stjórnarfundi sem haldinn er eftir aðalfund félagsins. Stjórn skal annast málefni félagsins milli aðalfunda.

  1. Grein: Aðalfundur

Aðalfundur félagsins skal haldinn ár hvert, eigi síðar en 7. júní. Til hans skal boðað með minnst 14 daga fyrirvara með auglýsingu á heimasíðu félagsins og heimasíðu skólans. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Framboð til stjórnar skulu hafa borist með minnst 7 daga fyrirvara. Tillögur sem leggja á fyrir aðalfund skulu hafa borist stjórn eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Rétt til setu á aðalfundi hafa félagsmenn HMR. Dagskrá fundarins skal vera sem hér segir:

Einfaldur meirihluti félagsmanna ræður úrslitum mála á aðalfundi.

  1. Grein: Bráðabirgðaákvæði

Frá stofnfundi félagsins til fyrsta aðalfundar skal undirbúningsstjórn skipa stjórn félagsins. Formaður skal skipaður af stjórn.

  1. Grein: Gildistaka

Samþykktir þessar voru samþykktar á stofnfundi 2013 og breytingar gerðar á aðalfundum 2015, 2016 og 2018.